28.4.2012 | 20:35
Spá fyrir NBA úrslitakeppninni
Vildi koma minni spá fyrir úrslitakeppni NBA hérna fyrir neðan og sjá hvort eitthvað rætist.
Austurdeildin
Chicago - Philadelphia (2-1 í vetur)
4-2 fyrir Chicago. Kæmi mér þó ekki á óvart ef þetta færi 4-3 fyrir Chicago, en ég er ekki nægilega sannfærður með formið hjá Sixers, ef þeir væru í sama formi og rétt fyrir stjörnuleikinn hefði mér fundist þeir eiga hvað mestan séns fyrir utan Miami að slá Chicago liðið út. Philadelphia hefur verið með bestu vörnina(fyrir utan Chicago) í vetur, þeir hafa að bera fullt af góðum íþróttamönnum sem gætu gert sóknarleik Chicago erfitt, en Chicago er aðeins meðal sóknarlið í deildinni. Erfitt getur verið að verjast einhverju markvissu í sóknarleik Philadelphiu þar sem 6-7 leikmenn eru með um og yfir 10 stig í leik hjá þeim. Búast má við hörkuseríu.
Boston - Atlanta (2-1 í vetur)
4-2 fyrir Boston. Ef ekki, þá get ég séð þetta fara 4-3 fyrir Atlanta, þar sem leikur 7 yrði á heimavelli þeirra í Atlanta. Fróðleg sería þar sem þessi lið mættust í fjörugri 7 leikja seríu árið 2008, en í henni unnust allir leikirnir á heimavelli. Celtics fóru á skrið núna í vetur þegar þeir settu Garnett í miðherja stöðuna þar sem hann hefur hraða yfir flesta aðra miðherja í deildinni. Mér myndi þykja líklegt ef Josh Smith byrji í miðherjastöðunni á móti Garnett, en það gæti mögulega truflað síðustu velgengni Boston. Athyglisverð sería framundan.
Indiana - Orlando (1-3 í vetur)
4-1 fyrir Indiana. Ef ekki þá hreinlega 4-0, sé ekki fyrir mér að Orlando vinni 2 leiki án Howard. Howard er stór hluti af sóknarleik þeirra, hann dregur að sér 2 varnarmenn sem opnar skytturnar fyrir opnum þristum, þannig að það er ljóst að það verður mun minna af því. Indiana liðið hefur verið á gríðarlegu skriði, síðustu 20 leikir(fyrir utan síðustu 3 "hvíldar"leikina) þá hafa þeir unnið 16 og tapað 4. Miðherji Indiana ætti að eiga góða seríu þar sem hinn mun lægri "Big Baby" Davis mun líklega þurfa að taka á móti honum í vörninni. Orlando líklega bara sáttir að fara fyrr í frí.
Miami - New York (3-0 í vetur)
4-1 fyrir Miami. Ef ekki þá 4-2 fyrir Miami. Miðað við formið á New York þá held ég að þeir nái að minnsta í 1 leik þar sem bekkjarbræðurnir Novak og JR Smith geta orðið heitir fyrir utan hjá NY. Mikið verður um af fróðlegum samkeppnum manna á milli, þar má nefna Melo & Lebron, Shumpert & Wade og Stoudemire og Bosh. Miami munu vera í playoff-gír og því tel ég þetta muni ekki vera neitt gríðarlega jöfn sería, en mjög skemmtilega.
Vesturdeildin
San Antonio - Utah (3-1 í vetur)
4-2 fyrir San Antonio. Ef ekki þá 4-1 fyrir San Antonio. Utah spila í rauninni ekkert ósvipað og Memphis sem sló San Antonio síðast út, 2 stigahæstu menn Utah eru miðherjinn Al Jefferson og kraftframherjinn Paul Millsap. San Antonio menn eru allir heilir heilsu núna og því líklegt að þeir nái að klára þá þó svo Utah séu stórir að innan. Utah hafa verið að prufa sig með gríðarstóra frammlínu í köflum á leikjum þar sem þeir hafa spilað Jefferson og Derrick Favours og Millsap saman framherjastöðunum. Það gæti truflað San Antonio ef það hægjist á leiknum, en þeir 3 eru saman yfir 700 pund (317kg) af þunga, þyngri en Bynum,Gasol og Artest hjá Lakers. Þetta verður góð sería sem verður kannski ekki sú vinsælasta.
Memphis - LA Clippers (1-2 í vetur)
4-3 fyrir Memphis. Ef ekki, þá mögulega 4-2 fyrir Memphis. Held að þetta fari í 7 leiki vegna Chris Paul, hann náði að þrýsta Lakers í fyrra í 6 leiki með New Orleans þó ótrúlegt megi virðast. Hann verður besti leikmaðurinn í seríunni og Clippers munu í raun fara aðeins eins langt og hann kemur þeim. Fróðlegt verður að sjá hvernig Memphis nær að stöða Pick-n-roll sóknina milli Paul og Griffin þar sem þeir gætu átt í vandræðum með að verjast. Clippers munu án efa sakna Billups. Þetta er klárlega sería til að hafa augun á, líklega besta serían í 16 liða úrslitum.
LA Lakers - Denver (3-1 í vetur)
4-2 fyrir Lakers. Ef ekki, þá 4-3 fyrir Lakers. Aðalatriði Lakers verður að halda niðri tempóinu niðri þar sem Denver eru bestir í hröðum leik. Lakers í hægari leik ættu þá að geta nýtt sér stærðina og átt yfirburði nálægt körfunni með Bynum og Gasol í fararbroti. Denver gætu þó hugsanlega truflað Lakers líkt og Dallas gerði í fyrra með góðri hreyfingu á bolta fyrir utan og 3 stiga skotum þar sem Denver eru mjög góðir. Ef það er eitthvað af 3 efstu liðunum í báðum deildum til þess að tapa seríu þá yrði það líklega Lakers, en ég tel það hinsvegar litlar líkur á því. Líklega góð sería í vændum og gott próf fyrir Lakers.
Oklahoma - Dallas (3-1 í vetur)
4-3 fyrir Oklahoma. Ef ekki, þá 4-2 fyrir Oklahoma. Dallas hafa ekki verið nægilega sannfærandi á liðnu tímabili og ljóst að þeir sakni þeirra sem þeir misstu frá liðinu út síðustu sigurgöngu liðsins í fyrra. Ungu strákarnir í Oklahoma munu líklega taka þetta enda verið mjög góðir í vetur. Spurning verður hvernig Harden verður þegar hann kemur til baka eftir rotið og hvort það muni hafa einhver áhrif á liðið að hafa tapað efsta sætinu í vestrinu fyrir San Antonio eftir að hafa leitt Vesturdeildina megnið af tímabilinu. Það eru því nokkur spurningarmerki sem verður líklega svarað í fyrstu leikjunum. Athyglisverð sería.
Úrslitakeppni NBA: Rose meiddist í sigri Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.