Færsluflokkur: Íþróttir

Kobe Bryant búinn að tapa 116 milljónum kr.

Kobe Bryant LakersÞað var ljóst á aðfaranótt mánudags að Kobe Bryant hefur nú tapað 116 milljónum króna, þ.e.a.s. 1 milljón dollara. Ástæða taps hans er að NBA deildin hefur lagt niður fyrstu tvær vikur leiktímabils NBA í byrjun Nóvember, en á þeim tveim vikum þénar Kobe samkvæmt samningi sínum 1 milljón dollara. Ástæðan fyrir því að fyrstu tvær vikur deildarinnar voru lagðar niður eru vegna samningarviðræðna milli NBA leikmanna og eigenda NBA liðanna, en brösulega hefur gengið að komast að samkomulagi og því hefur nú þurft að ráðast í þessar aðgerðir vegna þess að samningar hafa ekki náðst í tæka tíð fyrir upphaf komandi tímabils(1.nóv).

Kobe verður launahæsti leikmaður NBA á næsta tímabili og verður því höggið mest á honum þess vegna, en hann var auðvitað ekki eini leikmaðurinn sem hefur nú tapað pening vegna ákvörðunar deildarinnar, allir leikmenn sem eru á samningi næsta tímabil hafa nú misst kaup á við tveggja vikna.


mbl.is Búið að fresta upphafi NBA-deildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband